spot_img
HomeFréttirIngibjörg: Virkilega góð og skemmtileg stemmning okkar megin

Ingibjörg: Virkilega góð og skemmtileg stemmning okkar megin

„Ég spilaði eitthvað í síðasta leik á móti Keflavík en var þá bara aðeins að komast í gírinn,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir sem í gær skilaði næstum því 27 mínútum fyrir Grindavík í óvæntum sigri gulu kvennanna gegn toppliði Hauka í bikarnum.

Ingibjörg er að komast í gang eftir meiðsli en hún fór í aðgerð í sumar vegna ökklabrots. „Ég hef verið mjög dugleg að æfa og er bara virkilega þakklát Danna (Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur) að treysta mér svona mikið,“ sagði Ingibjörg sem sleit krossbönd 2009 og 2011 en braut svo ökkla á síðasta tímabili og lék þannig brotin án þess að vita af því út leiktíðina. Ingibjörg fór í aðgerð vegna ökklabrotsins 2. júlí og mátti ekki gera neitt næstu fjóra mánuði og sagði það hafa verið hrikalega erfitt og sigurinn gegn sterkum Hauku því afar kærkominn í gær.

„Já và! Þetta var bara svakalegt! Þvílik stemmning i húsinu, Danni var búinn að búa okkur vel undir leikinn og allar í liðinu komu þvílíkt vel stemmdar. Við spiluðum hörku vörn frá fyrstu mínútu og gáfum aldrei eftir þar, mér fanst að Haukar þyrftu að hafa fyrir hverri körfu sem gerði þeim þetta mjög erfitt fyrir síðustu mínuturnar. Svo var bara virkilega góð og skemmtileg stemmning okkar megin, leikgleði, barátta og bara þvílíkur liðssigur! Þessi sigur sýnir lika bara hvað í okkur býr og það þýðir ekkert að vanmeta okkur hvernig svo sem fyrri helmingurinn af tímabilinu fór.“

Fréttir
- Auglýsing -