spot_img
HomeFréttirÞór Þorlákshöfn í undanúrslit Powerade bikarsins

Þór Þorlákshöfn í undanúrslit Powerade bikarsins

Í kvöld áttust við lið Þórs Þorlákshöfn og Hauka í 8-liða úrslitum Poweradebikars karla í körfuknattleik. 

 

Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn framan af en heimamenn í Þór samt skrefinu á undan en þeir leiddu 23-16 eftir fyrsta fjórðung. 

Þórsarar héldu 7-8 stiga forystu mest allann annann leikhluta en þeir leiddu 40-32 í hálfleik. Vance Hall var kominn með 14 stig fyrir Þórsara í hálfleik og að spila vel en erlendi leikmaður Hauka Brandon Mobley, sem var að spila sinn fyrsta leik hér á klakanum, var ekki að nýta færin sín vel í fyrri hálfleik og var með 8 stig. 

Haukar voru sterkari aðilinn í þriðja leikhluta og náðu forystunni á kafla en Þórsarar kláruðu leikhlutann sterkt og leiddu 53-50 fyrir lokafjórðunginn. 

Þórsarar héldu Haukum í u.þ.b. 5-6 stiga fjarlægð mestan part fjórða leikhluta en Haukar söxuðu stíft á forskotið og þegar 20 sekúndur lifðu til leiksloka setti Kári Jónsson risa þrist og minnkaði muninn í 1 stig, 74-73.
Í kjölfarið brutu Haukar á Halldóri Garðari Hermannssyni, sem fór á línuna og setti bæði. Haukar geiguðu svo á skoti í næstu sókn, Vance Hall tók frákastið og var brotið á honum. Hann fór einnig á vítalínuna og setti bæði skotin niður þegar staðan 78-74 fyrir Þórsara. Ekki náðu Haukar að skora í næstu sókn og aftur brutu þeir á Vance Hall sem setti seinna vítaskot sitt niður og þar með var leikurinn búinn, lokastaða 79-74 fyrir Þór og eru þeir því komnir í undanúrslit í Powerade bikarnum. 

 

Leikurinn var hin fínasta skemmtun þó að stigaskorið hafi verið lágt , bæði lið voru að spila fína vörn en mikið var um klaufalega tapaða bolta svo sem skref og ruðninga á báða bóga og tóku bæði lið rispur þar sem þau áttu erfitt að skora boltanum.

 

Bestur hjá Þór var Vance Hall með 27 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar en fólk spurði sig aðþví hvort að hann væri skyldur Sigga Hall því að hann var „cooking it“ í leiknum, einnig áttu Halldór Garðar Hermannsson, 17 stig, og Ragnar Ágúst Nathanaelsson 16 stig og 10 fráköst góðan leik. Atkvæðamestir Hauka voru Brandon Mobley með 28 stig og 8 fráköst, en hann steig upp í síðari hálfleik, og Haukur Óskarsson með 16 stig.

 

Umfjöllun: Vilhjálmur Atli Björnsson

Þór Þ.-Haukar 79-74 (23-16, 17-16, 13-18, 26-24)
Þór Þ.: Vance Michael Hall 27/6 fráköst/6 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 17, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 16/10 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 8, Ragnar Örn Bragason 6, Davíð Arnar Ágústsson 5, Emil Karel Einarsson 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Þorsteinn Már Ragnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Baldur Þór Ragnarsson 0. 
Haukar: Brandon Mobley 28/8 fráköst, Haukur Óskarsson 16, Finnur Atli Magnússon 9/4 fráköst, Emil Barja 7/9 fráköst/5 stoðsendingar, Kári Jónsson 6, Kristinn Marinósson 4/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 2, Guðni Heiðar Valentínusson 2, Kári Jónsson 0, Ívar Barja 0, Kristinn Jónasson 0, Alex Óli Ívarsson 0. 

 

Mynd úr safni:  Vance Michael Hall átti góðan leik fyrir Þór í kvöld. (SbS)

Fréttir
- Auglýsing -