WNBA leikmaður til Keflavíkur? - Karfan
spot_img
HomeFréttirWNBA leikmaður til Keflavíkur?

WNBA leikmaður til Keflavíkur?

 

Mögulega er von á WNBA leikmanni til liðs við kvennaliðs Keflavíkur nú í enda mánaðar en um er að ræða Monica Wright sem er á samningi hjá Seattle Storm.  Monica er 178 cm hár bakvörður/framherji sem spilað hefur í WNBA og unnið tvo titla með liði Minnesota Lynx árin 2011 og 2013. Hún var valin númer 2 í nýliðavalinu árið 2010 af liði Minnesota og var eftir fyrsta ár sitt í fimm manna nýliða liðinu (All Rookie team). Margir kunnu að hugsa hvers vegna slíkur leikmaður endi í íslensku deildinni en sambönd Keflavíkur við Jenny Boucek fyrrum leikmanns liðsins og núverandi þjálfara Seattle Storm koma þar sterk inní. 

 

Leikmaðurinn er að koma tilbaka úr meiðslum eftir að hnéskel fór úr lið, ef svo má að orði komast. Monica mun svo hefja tímabilið með Seattle Storm í sumar og er þessi koma hennar liður í því að koma henni í leikform eftir meiðslin.  Keflvíkingar koma til með að halda Melissa Zorning sem leikið hefur með liðinu í vetur þrátt fyrir komu Wright. 

 

Prófíll Monica Wright er í raun eitthvað sem íslenska deildin hefur aldrei séð áður.  Hún spilaði með Virginia háskólanum þar sem hún var meðal annars nýliði ársins í ACC deildinni og varnarmaður ársins. Á síðasta ári sínu í háskóla var hún svo valin besti leikmaður ACC deildarinnar þegar hún skoraði 23 stig að meðaltali í leik og tók um 7 fráköst.  Til viðmiðunar þá spilaði Lele Hardy í sömu deild sama ár og var að skora 14 stig að meðaltali í leik með Clemson háskólanum. 

 

Ljóst er að ef af verður þá mun þessi koma Wright vera rúmlegt hvalreki á fjörur Keflavíkurliðsins fyrir komandi baráttu um sæti í úrslitakeppninni en svo er óvitað hvert hennar hlutverk verður eða hversu mikið hún getur eða má spila með liðinu. Hvað sem verður þá mun þetta verða eitthvað sem íslenskir körfuknattleiksáhugamenn vilja sjá. Að auki má bæta við að Monica Wright var á tímabili trúlofuð Kevin Durant leikmanni Oklahoma Thunder en úr því sambandi slitnaði í júlí 2014. 

 

Stjórnarmenn Keflavíkur vildu ekki staðfesta komu hennar er játuðu að þetta væri vissulega möguleiki sem væri komin upp en mikil vinna væri framundan ef þetta ætti að ganga upp. 

Fréttir
- Auglýsing -