Erik Olson, þjálfari FSu var svektur eftir botnbaráttuleik í Hellinum í gærkvöldi sem FSu tapaði illa. Hann sagði liðið hafa mætti í Breiðholtið og búist við að þeir fengju sigurinn afhendan án fyrirhafnar. Hann segir varnarleikinn vera mikið vandamál fyrir liðið og það þurfi eitthvað að gerast í þeim málum strax.