Grétar Ingi Erlendsson kom sterkur af bekknum hjá Þór Þorlákshöfn í kvöld, sterkur í fyrri hálfleik en lét minna fyrir sér fara í þeim síðari. Þór mátti fella sig við ósigur á heimavelli gegn meisturum KR en 25 tapaðir boltar voru dýrir að þessu sinni. „Okkar leikur breytist þegar ég kem inn í þetta og það tekur tíma að smyrja þetta saman,“ sagði Grétar m.a. í samtali við Karfan TV í kvöld.