Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikmann Hauka, Finn Atla Magnússon, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
Haukar heimsækja lið KR kl. 19:15 og er leikurinn í þrábeinni útsendingu hjá KR Tíví. Þess má geta að leikurinn er einmitt fyrsta heimsókn Finns Atla aftur á gamla heimavöllinn í Vesturbæinn.
Finnur:
Prins Póló – Tipp Topp
Þetta lag minnir mig alltaf á samræður Jóns Orra og Svenna Blöndal við ungu strákana um Lífið og tilveruna en þessir herramenn eru án efa mestu meistarar sem ég hef spilað með. Maður verður að vera tipp topp.
Dr.Dre – Still D.R.E
"Still hitting them corners in them low low's girl…" ef maður má vitna í lögregluna.
Warren G & Nate Dogg – Regulate
Allir þekkja þetta lag þarf ekkert að útskýra hvað þetta er gott lag.
Agent Fresco – Eyes of a Cloud Catcher
Æðislegt pepp lag.
Agent Fresco – Dark Water
Frábært lag af frábærri plötu.
System of a Down – Chop Suey!
Lykilatriði að fá smá geðveiki í gang á leikdegi.
Áður höfðum við fengið lista frá: