spot_img
HomeFréttirKeflvíkingar æsa á Snapchat

Keflvíkingar æsa á Snapchat

 

Eitthvað virðast menn vera farnir að verða spenntir fyrir leik morgundagsins í Keflavík. Hvort undangengin velgengni liðsins er að sök eða hvað, þá virðast heimamenn í Keflavík allavegana vera farnir að færa sig all verulega upp á skaftið í peppinu fyrir leikinn með hjálp samfélagsmiðla (Snapchat/Twitter). Allt frá því að minna stuðningsmenn á hver hafi farið með sigur af hólmi í síðasta leik, yfir í hvaða leikmenn hafi hlaupið yfir lækinn fyrir þetta tímabil. Njarðvíkingar hafa haft frekar hægt um sig í svörum til þessa. Gefum okkur því það að þeir ætli sér að svara þessum látum á vellinum.

 

Okkur hjá Karfan.is þykir þessi rígur skemmtilegur. Viljum við því endilega benda þeim sem hafa eitthvað til málanna að leggja á að notast við myllumerkin #kefnjard og #dominos365 til þess að koma sínum skoðunum á framfæri.

 

Liðin tvö, sem óumdeilanlega, hafa síðustu áratugina reglulega eldað mikið grátt silfur saman mætast sem fyrr annað kvöld í "El Clasico" á heimavelli Keflavíkur í TM Höllinni kl. 19:15. Leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 

Smelltu hér til þess að sjá myndasafn með nokkrum þessara mynda.

 

Þróun mála á Twitter:

 

Keflvíkingar á Twitter:

 

Einhver svör hafa þó komið úr Njarðvík:

Fréttir
- Auglýsing -