Eitthvað virðast menn vera farnir að verða spenntir fyrir leik morgundagsins í Keflavík. Hvort undangengin velgengni liðsins er að sök eða hvað, þá virðast heimamenn í Keflavík allavegana vera farnir að færa sig all verulega upp á skaftið í peppinu fyrir leikinn með hjálp samfélagsmiðla (Snapchat/Twitter). Allt frá því að minna stuðningsmenn á hver hafi farið með sigur af hólmi í síðasta leik, yfir í hvaða leikmenn hafi hlaupið yfir lækinn fyrir þetta tímabil. Njarðvíkingar hafa haft frekar hægt um sig í svörum til þessa. Gefum okkur því það að þeir ætli sér að svara þessum látum á vellinum.
Okkur hjá Karfan.is þykir þessi rígur skemmtilegur. Viljum við því endilega benda þeim sem hafa eitthvað til málanna að leggja á að notast við myllumerkin #kefnjard og #dominos365 til þess að koma sínum skoðunum á framfæri.
Liðin tvö, sem óumdeilanlega, hafa síðustu áratugina reglulega eldað mikið grátt silfur saman mætast sem fyrr annað kvöld í "El Clasico" á heimavelli Keflavíkur í TM Höllinni kl. 19:15. Leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Smelltu hér til þess að sjá myndasafn með nokkrum þessara mynda.
Þróun mála á Twitter:
Keflvíkingar á Twitter:
Fylgið Kefkarfa á snapchat, ætlum að gefa miða í vikunni á leik vetrarins, KEF-NJA #StayTuned #kefnjard #dominos365 pic.twitter.com/juWstRqFG9
— Keflavík Karfan (@KeflavikKarfa) January 18, 2016
@KeflavikKarfa þessi er obvious winner! #kefnjard #dominos365 pic.twitter.com/31drWjyoRQ
— Ásgeir Elvar (@AsgeirElvar) January 18, 2016
Hvert er þitt uppáhalds snapp hjá kefkarfa? Deildu því með #kefnjard og #dominos365 og þú getur unnið miða á leikinn pic.twitter.com/hz0uA0ifXw
— Keflavík Karfan (@KeflavikKarfa) January 19, 2016
Geðveik mynd! #kefnjard #dominos365 @KeflavikKarfa pic.twitter.com/uz8ho5yX98
— Ágúst Orrason (@AgustOrra) January 19, 2016
@KeflavikKarfa að gera skemmtilega hluti á Snapchat… #kefnjard #dominos365 pic.twitter.com/zmdXepGnLP
— Davíð Eldur (@davideldur) January 19, 2016
@aronhlynur @AgustOrra við eigum endurbætta útgáfu af Ágústi, nú með betra hár og minni fituprósentu _x1f64c__x1f3fc_ #KefNjard pic.twitter.com/ajN0z5JQrz
— Lovísa (@LovisaFals) January 19, 2016
Einhver svör hafa þó komið úr Njarðvík:
#kefnjard @AgustOrra pic.twitter.com/YBGJ9p3NjQ
— Aron Hlynur (@aronhlynur) January 19, 2016