Fjölnir b tók á móti Ármanni í Rimaskóla í gærkvöldi í 2. deild Drengjaflokks. Gestirnir náðu yfirhöndinni strax í fyrsta leikhluta og leiddu eftir hann með 10 stigum, 9-19. Þeir létu forystuna aldrei af hendi og sigruðu leikinn með 23 stigum, 46-69. Þetta var annar sigur Ármenninga í röð og jafnframt annar sigur þeirra í deildinni í vetur. Með sigrinum í gær jöfnuðu þeir Hamar að stigum, en þessi tvö lið munu eigast við síðar í þessum mánuði. Fjölnir b situr hins vegar í 5. sæti deildarinnar með 8 stig eftir 9 leiki og á næst leik við topplið deildarinnar, Þór Akureyri.
Drengjaflokkur – Úrslit leikja og staða.