LIU leikmaðurinn og landsliðsmaður Íslands, Martin Hermannsson var valinn leikmaður vikunnar í NEC riðlinum sem LIU leikur í. Þetta er í annað skiptið á þessari leiktíð sem Martin hlýtur þennan titil en 28. desember sl. var fyrra skiptið.
Martin átti magnaða viku með 21,5 stig að meðaltali í leik; 7,0 stoðsendingar; 5,5 fráköst og 3,5 stolna bolta. Martin skaut 52,1% utan af velli og 80% frá vítalínunni. Þar að auki var hann með aðeins einn tapaðan bolta í þessum tveimur leikjum. Sögulegur leikur hans gegn Sacred Heart vakti athygli í vikunni þar sem hann komst á stall með Ben Simmons og Kris Dunn sem einu leikmennirnir sem hafa skorað 20 stig, tekið 7 fráköst, gefið 7 stoðsendingar og stolið 5 boltum. Martin hins vegar sá eini sem þetta gerði án þess að tapa bolta.
Martin leiðir LIU liðið í spiluðum mínútum eða 36,1 í leik. Hann er næst stigahæstur í liðinu með 15 stig að meðaltali og með flestar stoðsendingar eða 97 í heildina eða 4,6 í leik. Martin hefur einnig stolið flestum boltum í liðinu eða 40 alls.