spot_img
HomeFréttirHættið í símanum og æfið skotin ykkar!

Hættið í símanum og æfið skotin ykkar!

Bobbie Kelsey, þjálfari kvennaliðs Wisconsin Badgers háskólaliðsins vandaði leikmönnum sínum og öllum öðrum ungum körfuboltaspilurum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi eftir tap liðsins gegn Nebraska háskólanum. Hún sagði að fólk fæddist ekki sem góðar skyttur – til þess þyrfti æfingu.

 

"Þetta gerist ekki á koddaverinu. Þú leggur þig ekki til að æfa skotfimina. Hættið í símanum og drullist í salinn að skjóta." 

 

Hún bætti því við að kvennakörfubolti hefði enga afsökun fyrir því að geta ekki skotið boltanum. Það væri ekki t.d. ásættanlegt að sjá boltanum skotið yfir spjaldið. Leikmenn í kvennakörfubolta þurfi að æfa skotin því fæstar þeirra séu að fara að troða eins og algengt er í karlakörfubolta.

 

Fréttir
- Auglýsing -