spot_img
HomeFréttirEinar: Ekkert gefins í Hellinum nema faðmlagið frá Óla Belló

Einar: Ekkert gefins í Hellinum nema faðmlagið frá Óla Belló

ÍR-ingar stóðu í Þór Þorlákshöfn í Hellinum í kvöld en Þórsarar fóru hins vegar með stigin 2 heim. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs sagðist þó vita að hann fengi ekkert gefins í Hellinum nema faðmlagið frá Óla Belló, húsverði í Seljaskóla. 

 

"Já, þeir voru flottir í kvöld enda mikilvægur leikur fyrir bæði lið," sagði Einar. "Þeir voru alla vega mun erfiðari andstæðingur fyrir okkur í dag heldur en í fyrri hlutanum. Ég tel það klárt að þeir hafa eflst á nýju ári."

 

En hvað vantaði hjá Þór? 

 

"Við vorum góðir varnarlega í dag fyrir utan annan leikhluta en sóknarlega höfum við oftast verið betri en í dag. Fundum einhvern veginn aldrei okkar takt en kredit á vörn ÍR að sama skapi. Þeir voru fastir fyrir í dag."

 

Þetta eru væntanlega hlutir sem verða komnir í lag fyrir Laugardalshöllina eftir viku?

 

"Stefnum á að gera betur strax á sunnudag er Stjarnan kemur í heimsókn. Eitt skref í einu þessa dagana!"

 

Mynd:  Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -