spot_img
HomeFréttirMarvin frá í 4 vikur

Marvin frá í 4 vikur

Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar verður frá í að lágmarki 4 vikur eftir því sem Hrafn Kristjánsson, þjálfari liðsins tjáði Karfan.is í dag.

 

Marvin snéri sig illa á æfingu á laugardaginn og bólgnaði ökklinn mjög mikið eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Eftir frumathugun var ályktað að hann væri ekki brotinn en bólgan er enn of mikil til að meta ástand liðbanda.

 

 

"Við vonum bara að þetta sé slæm tognun en ekkert verra," sagði Hrafn.

 

Marvin er byrjunarliðsmaður hjá Stjörnunni og hefur spilað um 29 mínútur að meðaltali í leik með liðinu í vetur. Hann skorar 10,6 stig að meðaltali auk þess að taka 5,8 fráköst og því ljóst að þetta er mikil blóðtaka fyrir Garðabæjarliðið.

 

Stjörnumenn hafa ekki verið alls kostar lausir við meiðsli í vetur, en Hrafn sagði að hann myndi mögulega láta reyna á hvort Ágúst Angantýsson verði reiðubúinn til leiks á morgun þegar liðið heldur til Grindavíkur. Ágúst hefur einnig verið frá vegna ökklameiðsla.

Fréttir
- Auglýsing -