spot_img
HomeFréttirÆgir og Helena með einokun

Ægir og Helena með einokun

Ægir Þór Steinarsson og Helena Sverrisdóttir halda titlum sínum fyrir Janúar mánuð sem DHL Sendlar Dominosdeildanna.  Þó vissulega geri aðrir tilkall í þennan eftirsótta og gjafsama titil þá ríghalda þau parið í þetta og þá sérstaklega Ægir sem virðist einoka markaðinn og spurning að fara að hafa samband við Samkeppniseftirlit í þessum málum. Stúlkurnar á milli sín hafa sent 2060 stoðsendingar í vetur á meðan drengirnir hafa sent 15702 stoðsendingar sín á milli.

Í Janúar sendu þau Helena og Ægir til samans á félaga sína 63 stoðsendingar. 

Ægir sem fyrr segir er að einoka þennan titil karlamegin en í Janúar sendi hann heilar 38 stoðsendingar á félaga sína í KR. Næstur honum í Janúar mánuði var Justin Shouse með 26 stoðsendingar og þar næst var Pétur Rúnar Birgisson með 23 sendingar.  Flestar stoðsendingar í einum leik sendi Ægir Þór Steinarsson þann 28. janúar sl. gegn Njarðvík og setti þar með met í deildinni þegar hann sendi 14 stoðsendingar (sem reyndar hefur verið jafnað í Febrúar)

 

Hjá stúlkunum var Helena Sverrisdóttir með 25 stoðsendingar í Janúar mánuði og aðeins einni stoðsendingu frá henni var systir hennar Guðbjörg með 24 sendingar. Hinsvegar lék Guðbjörg einum leik meira en Helena í mánuðinum. Margrét Kara Sturludóttir kom þeim næst með 23 stoðsendingu en líkt og Guðbjörg lék hún einum leik meira en Helena.  Þrír leikmenn sendu flestar stoðsendingar í einum leik eða 9 slíkar á félaga sína. Það voru þær Helena Sverrisdóttir gegn Stjörnunni og það sama gerði Pálína Gunnlaugsdóttir í sama leik. Og svo var það Gunnhildur Gunnarsdóttir sem sendi 9 stoðsendingar á sína félaga í leik gegn Haukum þann 19. janúar. 

 

Flestar karla: 

 

Ægir Þór Steinarsson 38 stoðsendingar í janúar

Sendingar Gegn    
14 Njarðvík
10 Haukum
7 Þór Þorláks
7 Stjarnan

 

Justin Shouse 26 stoðsendingar í janúar

Sendingar Gegn    
5 FSu
10 Tindastól
4 KR
7 ÍR

 

Pétur Rúnar Birgisson 23 stoðsendingar í janúar

Sendingar Gegn    
7 Haukum
6 Þór Þorláks
5 Stjarnan
5 ÍR

 

Flestar kvenna: 

 

Helena Sverrisdóttir 25 stoðsendingar í janúar

Sendingar Gegn    
3 Grindavík
9 Keflavík
4 Snæfell
9 Stjarnan

 

Guðbjörg Sverrisdóttir 24 stoðsendingar í janúar

Sendingar Gegn         
7 Stjarnan
6 Hamar
8 Grindavík
2 Keflavík
1 Snæfell

 

Margrét Kara Sturludóttir 23 stoðsendingar í janúar

Sendingar Gegn         
3 Valur
7 Grindavík
2 Keflavík
4 Snæfell
7 Haukum

 

Fréttir
- Auglýsing -