Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikmann Snæfells, Hugrúnu Evu Valdimarsdóttur, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
Snæfell mætir Grindavík kl. 14:00 í Laugardalshöllinni í úrslitum Powerade bikarkeppninnar og er leikurinn í beinni útsendingu á RÚV.
Hugrún:
"Hér er pepplistinn minn"
Riddari götunnar – HLH flokkurinn
Ég fíla mikið íslenskt og þetta er eitt af þeim uppáhalds. Líka eitt af þeim íslensku lögum sem ég fíla sem stelpurnar í bílnum rvk-sth eru til í að spila á leiðinni.
Uptown funk – Mark Ronson ft. Bruno Mars
Hresst, kemur mér alltaf í gírinn.
Vinátta – Hreimur
Feel good lagið mitt.
Ást sem endist – Páll Óskar
Í síðasta skipti – Friðrik Dór
Minnir mig einhverra hluta vegna mikið á síðasta tímabil, 2014-2015, og íslandsmeistaratitilinn 2015.
Simply the best – Tina Turner
Klassískt. Sing a long í bílnum með þetta lag í botni er bara geggjað.
I wanna dance with somebody – Whitney Houston
Símon Dj í hólminum kom mér á þetta, hann skellti þessu á fyrir einn leikinn heima og það svínvirkaði.
Þorparinn – Pálmi Gunnarsson
Það jafnast ekkert á við að fá þorparann á fóninn 3 mín í leik, setur hausinn almeinilega í gang.