spot_img
HomeFréttirSnæfell öruggir í deildnni með sigri á FSu

Snæfell öruggir í deildnni með sigri á FSu

Leikurinn í kvöld var risastór fyrir bæði lið, með sigri gátu Hólmarar tryggt veru sína í deildinni að ári en margir höfðu spáð þeim döpru gengi og jafnvel falli í ár. Með sigri gestanna myndu þeir fikra sig nær 10. sætinu. Það var því hægt að búast við hörkuleik í Stykkishólmi í kvöld. Liðin tvö einkennast svolítið á lítilli breidd þessa dagana en það má segja að FSu hafa saknað sinna lykilmanna um of í þessum leik. Það er erfitt að mæta í leik án þriggja byrjunarliðsmanna en FSU sýndi það og sannaði að þeir eru með flott lið og góðan þjálfara sem var duglegur að koma Snæfellingum á óvart með örum breytingum á varnarleik liðsins.

 

Það verður þó að segjast að Snæfellingar eru með of reynslu mikiðið lið til að láta leiða sig í gildruna sem gestirnir voru að vonast eftir. Leikurinn byrjaði mjög vel hjá heimamönnum og voru þeir komnir í 8-10 stiga forskot mjög fljótlega, boltinn gekk vel og auka sendingar fengu að líta dagsins ljós, þar var Stefán Karel manna gjafmildastur með 7 stykki í leiknum.

 
FSU héldu sér í raun inni í leiknum með sóknarfráköstum og mikilli baráttu, Þórarinn Friðriksson spilaði fanta vörn á Sherrod Wright og gaf honum ekkert eftir, stórt hrós til hans.

 

Með smá kæruleysi hefðu Hólmarar getað kastað forskotinu frá sér í byrjun seinni hálfleiks en FSU náðu 8 sóknarfráköstum á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks og oftar en ekki kom karfa í kjölfarið. Það sem vantaði var að stoppa hinu megin en það tókst sjaldnast hjá FSU.

 

Í stöðunni 71-53 tók Ingi Þór leikhlé og var hann alls ekki sáttur við sína menn þar sem þeir náðu engu frákasti undir sinni körfu. Það má segja að Hólmarar hafi tekið sig saman í andlitinu eftir leikhléið vegna þess að FSU náðu 2 sóknarfráköstum á þeim 15 mínútum sem voru eftir af leiknum. Það má því segja að þegar 15 mínútur voru eftir var leikurinn nánast búinn og menn farnir að hugsa um hvaða hamborgara þeir ætluðu að fá sér á Skúrnum hjá Adda Páls og Svenna. 

 

Auðveldur sigur 113-74 staðreynd hjá Snæfell og þeir tryggðu vera sína í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. FSU þurfa að halda vel á spilunum til að falla ekki en Höttur vann sinn leik í kvöld og eru þeir tilbúnir í að berjast fyrir lífi sínu. 

 

Snæfell-FSu 113-74 (31-16, 23-19, 31-20, 28-19) 
Snæfell: Stefán Karel Torfason 27/15 fráköst/7 stoðsendingar, Sherrod Nigel Wright 24/5 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 19/8 fráköst/5 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 15, Viktor Marínó Alexandersson 13, Jóhann Kristófer Sævarsson 5, Þorbergur Helgi Sæþórsson 5/4 fráköst, Ólafur Torfason 3, Jón Páll Gunnarsson 2, Baldur Þorleifsson 0. 
FSu: Christopher Woods 39/19 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Bjarni Geir Gunnarsson 8, Þórarinn Friðriksson 4, Svavar Ingi Stefánsson 3, Haukur Hreinsson 2, Maciej Klimaszewski 1, Geir Elías Úlfur Helgason 0, Adam Smári Ólafsson 0, Hilmir Ægir Ómarsson 0, Arnþór Tryggvason 0.

 

Myndasafn:  Sumarliði Ásgeirsson

Fréttir
- Auglýsing -