spot_img
HomeFréttirLeBron ósáttur með vinsældir Steph Curry

LeBron ósáttur með vinsældir Steph Curry

Það er engum blöðum um það að fletta að Stephen Curry er vinsælasti körfuboltamaður heims í dag. Allir miðlar keppast um að færa okkur fréttir af afrekum hans inni á vellinum og nóg er af þeim þessa dagana. Það eru þó ekki allir sáttir við þessa þróun.

 

Í hringborðsumræðum í þættinum First Take á ESPN voru vinsældir Stephen Curry ræddar og þar kom einn viðmælandinn inn á að sölutölur Under Armour á körfuboltaskóm í Bandaríkjunum hafa rokið upp um 350%. Sala á sérmerktum skóm er ágætis mælikvarði á vinsældir leikmanna auk treyju sölu en Curry og Golden State Warriors áttu þá deild fyrir tímabilið október til desember 2015.

 

Brian Windhorst, hefur lengi verið þekktur fyrir að hafa heimildir innan innsta hrings LeBron James og ítrekað fært fyrstur fréttir af honum.  Í myndbrotinu hér að neðan, sem er úr fyrrnefndum First Take þætti, er haft eftir Windhorst að LeBron sé alls ekki sáttur við vinsældir Stephen Curry og að þær "angri" hann. 

 

Í upphafi leiktíðar velti undirritaður því fyrir sér hvort LeBron þyrfti að afhenda kyndilinn Stephen Curry eða öðrum, en svo virðist sem Curry hafi nú þegar hrifsað hann af "kónginum".

 

Umræðan um þetta efni hefst á 9:00 í myndbandinu hér að neðan.

 

Fréttir
- Auglýsing -