spot_img
HomeFréttirSveinbjörn: Það er alltaf barátta í okkur

Sveinbjörn: Það er alltaf barátta í okkur

ÍR mætti deildarmeisturum KR í Hellinum í kvöld og varð úr leikurinn kattarins að músinni þar sem KR sigraði ÍR örugglega 69-96. Karfan.is náði tali af Sveinbirni Claessen eftir leikinn.

 

"KR-ingar voru bara nokkrum númerum of stórir fyrir okkur. Það er ástæða fyrir því að þeir voru að taka við deildarmeistaratitli og við erum farnir í frí. Díselvélin valtaði bara yfir okkur í lokin."

 

ÍR-ingar byrjuðu þó leikinn af krafti og héldu í við deildarmeistarana lengst af í fyrsta leikhluta. Hefur liðið ekki verið að sýna mun betri frammistöðu í síðustu leikjum deildarkeppninnar?

 

"Við erum bara að spila fyrir okkur. Þurfum ekki að spá í neitt nema okkur sjálfa. Jú, okkur skortir kana en það er bara hver og einn í þessu liði staðráðinn í að leggja sig allan fram í hverjum leik. Þrátt fyrir úrslit sem eru okkur ekki í hag þá verður það ekki tekið af okkur að það er barátta í okkur og við gefum ekkert eftir. Það verður gott veganesti inn í næsta tímabil."

 

Talandi um næstu leiktíð. Hvað er framundan hjá Sveinbirni?

 

"Ég ætla bara að hjóla hjólinu mínu og hætta að hugsa um körfubolta í smá tíma," sagði Sveinbjörn brosandi.

Fréttir
- Auglýsing -