spot_img
HomeFréttirHjalti: 1. deildin aldrei verið eins sterk og í ár

Hjalti: 1. deildin aldrei verið eins sterk og í ár

Í kvöld mættust Breiðablik og Fjölnir í 1. deild karla í leik sem skipti Fjölni gríðarlega miklu máli en Breiðablik engu. Blikar eru út úr myndinni í úrslitakeppninni en Fjölnir eru í mikilli baráttu við Skallagrím um 2. sætið og heimaleikjaréttinn. Karfan.is náði tali af Hjalta Vilhjálmssyni, þjálfara Fjölnis um leikinn og framhaldið.

 

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik á meðan liðin skiptust á körfum en lítið var um varnarleik á báða bóga. "Zachary var kominn með 22 stig í hálfleik. Við breyttum aðeins til varnarlega og náðum að stoppa hann alveg og var hann stigalaus í seinni og við í raun héldum dampi út leikinn sóknarlega."

 

Hjalti sagði þetta hafa verið ákaflega flatan leik þar sem annað liðið hafði að engu að keppa. "Við þurftum sigur og var þetta í raun fannst mér spurning um hvenær við færum að spila vörn sem við gerðum vel í seinni."

 

Ein umferð er erftir í 1. deildinni og þá munu Fjölnir mæta Skallagrími í Dalhúsum eftir viku. "Við verðum að ná sigri þar. Með sigri erum við með annað sætið og þá með heimaleikjaréttinn út úrslitakeppnina en ef við mætum ekki gíraðir og Skallar vinna að þá getum við dottið í 4.sætið sem við viljum auðvitað ekki."

 

"Ég held að úrslitakeppnin verður hörku skemmtileg. Öll liðin mjög fín og held ég að 1. deildin hafi aldrei verið eins sterk og í ár."

 

Eru einhverjir óskamótherjar fyrir Fjölni í úrslitakeppninni? 

 

"Nei, ég held að það skipti í raun engu máli.  Þetta eru allt flott lið og við þurfum bara að tryggja annað sætið til að hafa heimaleikjaréttinn því ég held að það komi til með að skipta miklu."

 

Mynd:  Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -