Hildur Björg Kjartansdóttir og UTRGV háskólinn komu sér alla leið í úrslit WAC keppninnar fyrr í kvöld, eftir háspennusigur á CSU Bakersfield í tvíframlengdum undanúrslitaleik 72-73.
Broncs hófu leikinn af krafti, skorandi 27 stig í 1. leikhluta en í 2. náðu þær aðeins að skora 7 stig og leiddu með aðeins 1 stigi í hálfleik. Seinni hálfleikur var í járnum allt þar til Batabe Zempare sökkti tveimur vítum til að jafna leikinn í lok venjulegs leiktíma. Fór svo að UTRGV kláraði seinni framlenginguna með einu stig og innsiglaði góðan sigur og farmiða í úrslitin.
Hildur Björg skoraði 10 stig og tók 16 fráköst í leiknum en þetta var 8 tvenna hennar í mótinu.