UTRGV skólinn tapaði fyrir New Mexico State University í úrslitum WAC keppninnar nú fyrir skömmu, 53-80. Eftir afar slakan fyrri hálfleik voru Hildur og félagar 20 stigum undir þegar flautað var til hálfleiks, 22-42. Broncs bitu heldur meira frá sér í seinni hálfleik en munurinn orðinn of mikill og mótherjinn of góður, en NMSU var efstur í riðlinum í vetur.
Hildur var einu frákast frá því að ná níundu þrennu sinni í vetur en hún skoraði 10 stig og tók 9 fráköst.
NMSU eru því WAC meistarar og fara beinustu leið í lokakeppni NCAA en UTRGV fá hins vegar þátttökurétt í WNIT (Women's National Invitational Tournament) sem er mót sem inniheldur 64 af bestu liðum 1. deildar NCAA kvennaboltans sem ekki komast í lokamótið. Það mót hefst 16. mars næstkomandi og verður í útsláttarformi.
Mynd: Hildur Björg í undanúrslitaleiknum gegn Bakersfield. (UTRGV)