Betra er seint en aldrei sagði góður maður og því ekki seinna en vænna að heiðra þá sem hafa séð um að fóðra félaga sína fyrir Febrúar mánuð. Ægir Þór Steinarsson hefur verið með ákveðna áskrift af þessu hingað til en í þetta skiptið skákar Valur Orri Valsson honum við og hirðir titilinn Sendill Febrúar mánaðar. Ekki nóg með að senda flestar stoðsendingar í mánuðinum heldur sendi hann einnig flestar í einum leik. Helena Sverrisdóttir virðist svo vera ósnertanleg í kvennaboltanum og heldur tign sinni sem drottning sendinga.
Valur Orri sendi mest 14 stoðsendingar í einum leik eða gegn Snæfell í stigaleiknum mikla. Jafnaði hann þar með met sem að Ægir Þór Steinarsson gerði í Njarðvíkinni í Janúar. Næstur Val Orra í febrúar kemur Pavel Ermólinski og svo honum næstur var það Kári Jónsson.
Leikmaður | Stoðsendingar | Flestar gegn |
Valur Orri | 32 | 14 / Snæfell |
Pavel Ermolinski | 28 | 9 / Keflavík |
Kári Jónsson | 27 | 10 / FSu |
Kvenna megin er Helena enn í sérflokki þó svo að Denise Palmer hjá Snæfell hafi nartað í hælana á henni í Febrúar mánuði. Palmer sendi hinsvegar flestar stoðsendingar í einum leik eða 7 talsins gegn liði Hamar.
Leikmaður | Stoðsendingar | Flestar gegn |
Helena Sverrisdóttir | 17 | 6 / Hamar og Stjörnunni |
Denise Palmer | 15 | 7 / Hamar |
Guðbjörg Sverrisdóttir | 12 | 6 / Snæfell |