spot_img
HomeFréttirJamario Moon hársbreidd frá Keflavík

Jamario Moon hársbreidd frá Keflavík

Samkvæmt öruggum heimildum þá voru þeir Keflvíkingar hársbreidd frá því að kvitta undir samning við Jamario Moon fyrrum NBA leikmann sem lék síðast með Charlotte Bobcats árið 2012.  Moon sem í dag er orðinn 36 ára gamall ákvað þó á síðustu stundu að semja við lið í Puerto Rico þar sem hann leikur í dag með liði Indigo de Mayaguez.  Moon hefði þá átt að koma í stað Earl Brown jr. sem var látinn taka poka sinn en Jerome Hill kom í hans stað. 

 

Moon spilaði frá árinu 2007 til 2012 í NBA deildinni með 5 liðum.  Hann var þekktur fyrir mikinn stökkkraft og á þær nokkrar ansi huggulegar troðslurnar úr NBA deildinni.  Síðan Moon hætti í NBA deildinni hefur hann spilað í Grikklandi, Venezuela ásamt nokkrum stöðum en sagan segir að hann "rúnti" nú um heiminn í ævintýramennsku og hafi ekki stórar áhyggjur af peningamálum þar sem hann hefur þénað nokkuð vel á ferli sínum.  Á þeim forsendum átti hann að koma til þeirra Keflvíkinga. 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -