Fyrsta árs leikmaðurinn Brandon Ingram verður í eldlínunni hjá Duke háskólanum þegar aðalkeppni NCAA hefst annað kvöld. Ingram er rúmlega 205 cm og aðeins tæp 90 kg. Skorar 16,8 stig í leik og tekur 6,8 fráköst. 1,4 varið skot og 1,1 stolinn bolti. Hann er að skjóta um 44% utan af velli og yfir 41% í þriggja stiga skotum. Gríðarlega langur með 220 cm faðm og hefur af þeim sökum verið líkt við Kevin Durant.
Hann er áætlaður í 2. valrétti í nýliðavalinu í sumar strax á eftir LSU leikmanninum Ben Simmons.
Fylgist með Duke og LSU í March Madness sem hefst annað kvöld því þar eru líklegir NBA leikmenn framtíðarinnar.