Valur sigraði Stjörnuna fyrr í kvöld á heimavelli þeirra síðarnefndu með 74 stigum gegn 67. Frítt var inn á leik kvöldsins, þar sem að fyrirtækið K.C Málun hafði tekið það að sér að bjóða gestum og gangandi aðgang. Því uppátæki tóku stuðningsmenn liðanna vel og voru nokkuð fleiri mættir á leikinn en verið hafa síðustu leikjum í Ásgarði.
Valur því búið að gulltryggja sig í úrslitakeppni þessa árs, þar sem þær mæta annaðhvort Haukum eða Snæfell í fyrstu umferð, en seinustu tveir leikir tímabils þeirra eru einmitt gegn þessum liðum. Fyrst eru það Haukar þann 19. og svo 3 dögum seinna gegn Snæfell. Stjarnan hinsvegar, fyrir einhverju búið að missa af lestinni hvað varðar sæti í úrslitakeppninni. Sem fyrr í 6. sæti deildarinnar, en síðasti leikur þeirra í vetur er gegn eina liðinu sem er neðar í töflunni, Hamri, þann 19. næstkomandi.
Í lið Stjörnunnar vantaði enn landsliðsmiðherjann Rögnu Margréti Brynjarsdóttur, en hún er víst frá út tímabilið. Margrét Kara Sturludóttir, sem hafði verið að eiga við einhver veikindi var hinsvegar aftur komin í byrjunarlið þeirra.
Liðin fóru frekar hægt af stað sóknarlega. Fyrsta karfan, hvoru megin, kom ekki fyrr en um 2 mínútur höfðu verið spilaðar af leiknum. Svæðisvörn heimastúlkna virtist hinsvegar hafa vinninginn þessar fyrstu mínútur. Stjarnan kemt í 7-0 á fyrstu 4 mínútum leiksins. Þá tekur þjálfari Vals leikhlé sem virðist eitthvað hafa virkað, því þær ná að komast af stað sóknarlega. Vinna mun Stjörnunnar hægt og bítandi niður og komast svo loks yfir, 12-13, með þrist úr horninu frá Bergþóru Holton, þegar 2 mínútur eru eftir af leikhlutanum.
Þegar að leikhlutinn endar er Valur svo kominn með 4 stiga forystu, 17-21. Sóknarlega fór Guðbjörg Sverrisdóttir mikinn fyrir Val í þessum fyrsta leikhluta, skoraði 12 stig.
Í 2. leikhlutanum náði Stjarnan hinsvegar yfirhöndinni aftur. Voru skrefinu á undan allt þangað til loka leikhlutans. Þar munaði miklu um hvað þær voru að fá framlög frá mörgum leikmönnum liðsins, en allir nema 2 leikmenn komust á blað hjá þeim í fyrri hálfleiknum. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik voru heimastúlkur 2 stigum yfir, 37-35.
Atkvæðamest fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik var Margrét Kara Sturludóttir með 3 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar á meðan að fyrir Val var það Guðbjörg Sverrisdóttir sem dróg vagninn með 17 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar.
Stjarnan byrjaði 3. leikhlutann svo betur en gestirnir. Valur vann sig hinsvegar aftur inn í leikinn og voru aftur komnar yfir um leikhlutann miðjann, 46-48. Um þetta leyti fékk erlendur leikmaður heimastúlkna, Adrienne Godbold, sína 4. villu, en hún hafði skilað fínu hlutverki í leiknum fram að þessu. Fyrir lokaleikhlutann var staðan svo 50-56.
Í lokaleikhlutanum fara gestirnir svo betur af stað. Þar sem þeim gengur vel sóknarmegin. Nokkur stór skot þeirra detta sem og er þeim að takast að skora körfur eftir að hafa tekið sóknarfráköst. Stjarnan hinsvegar á í stökustu vandræðum með að koma boltanum ofaní körfuna. Bæði lið hinsvegar að spila fantavörn og ljóst að þó að Stjarnan hefði kannski ekki mikið að spila upp á, þá myndu þær selja sig dýrt þessar lokamínútur leiksins. Valur er 9 stigum yfir, 54-63, þegar leikhlutinn er hálfnaður. Stjarnan nær að vinna þann mun niður í 6 stig þegar rétt tæpar 2 mínútur eru eftir af leiknum. Þrátt fyrir 2 tækifæri þarna, tekst þeim ekki að komast nær. Valur siglir góðum 7 stiga sigri í höfn, 67-74.
Maður leiksins var leikmaður Vals, Guðbjörg Sverrisdóttir, en hún skoraði 24 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar á þeim 35 mínútum sem hún spilaði.
Umfjöllun, myndir, viðtöl / Davíð Eldur
Viðtöl: