spot_img
HomeFréttirHelgi Margeirsson - Pepplistinn Minn

Helgi Margeirsson – Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Tindastóls, Helga Margeirsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Tindastóll keyrir suður og mætir Keflavík í fyrsta leik 8 liða úrslita Dominos deildarinnar kl. 19:15 og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 

Helgi:

"Jæja ég setti saman smá lista yfir lög sem ég hef gaman af því að hlusta á þó ég sé enginn spekúlant í þessum efnum….   

Ég lagði þetta upp með tilliti til útileiks hjá Tindastól og dagskrá liðsins á því ferðalagi sem jafnan er á virkum degi og tekur um 14 tíma.  Ég held að ég sé ekkert að skjóta langt frá markinu þegar ég segi að liðið ferðist hátt í 10.000km á tímabilinu saman í rútu og þó stundum geti þetta verið þreytandi að þá eru þetta stundirnar sem maður á eftir að sakna hvað mest þegar maður gengur frá leiknum"

 

  1. Red Hot Chili Peppers – Road trippin: Guttarnir búnir að lesta rútuna og allir komnir í sín sæti.  Kári Mar setur „krúsið“ á og sleppir öllum beygjum sem ekki eru nauðsynlegar.
  2. Metallica – Nothing Else Matters:  Siggi Palli #15 yfirmaður tölvudeildar liðsins (Á lausu, er ekki á Tinder en mamma hans er í símaskránni) sér um að það sem skiptir öllu máli, að kvikmyndir ferðarinnar séu í topp klassa.
  3. Alice Cooper – Poison: 1.stop er Staðarskáli, hér borðum við ekki….
  4. Led Zeppelin – Stairway to heaven: Olís skálinn í Borgarnesi, hér borðum við..
  5. Rolling Stones – Angie:  Nú leggjum við í‘ann frá Borgarnes og Guttarnir sem enn leita sinnar Angie opna Tinder-appið, RVK stelpurnar birtast í bunkum… menn sem hafa lifað lengur og reynt þetta allt veita ráð, segja sögur og taka stundum völdin; hægri eða vinstri, það er spurningin…
  6. Pink Floyd – Money: Höfuðborgin birtist við sjóndeildarhringinn
  7. Dire Straits – Brothers in Arms: Rútan rennur í hlaðið á íþróttahúsinu og menn líta yfir hópinn, taka í öxlina á næsta manni, traustið og samheldnin umliggur allt, liðið er klárt.
  8. UB40 – Red red wine : Síðasta lag út úr klefanum er lagið hans D.Lewis, hvað gerir maður ekki til að hjálpa fertugum manni að finna sitt grúv.  
  9. Nirvana – Smells like teen spirit: Leikurinn spilaður á þessu tempói.
  10. Rammstein – Stripped:  Sturta….
  11. Guns N‘ Roses – Paradise City: Rennum sigurreifir aftur í Skagafjörðinn, fjörðinn fagra.
  12. Foo Fighters – Times like These: Þegar liðið kemur heim, maður er þreyttur en ánægður eftir góðan útisigur og veit að það er stutt í að maður þurfi að rífa sig upp í vinnu daginn eftir… Þreytan tekur yfir í stutta stund en svo man maður að þessi tími kemur ekki aftur og því rígheldur maður í hann og nýtur í botn!                               

 

Gleðilega úrslitakeppni öll saman !!

         

Fréttir
- Auglýsing -