spot_img
HomeFréttirMarvin Valdimarsson - Pepplistinn Minn

Marvin Valdimarsson – Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Stjörnunnar, Marvin Valdimarsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Stjarnan fær Njarðvík í heimsókn í fyrsta leik 8 liða úrslita Dominos deildarinnar kl. 19:15 og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 

 

Marvin:

Contact – Daft Punk
Þetta lag kveikir alltaf í mér, virkilega svalt lag og stuðar mann upp. Ég hef alltaf fílað Daft Punk og electronic, house músík.

Seasons (waiting on you) – Future Island
Geggjað lag sem ég byrjaði að fíla fyrir alvöru þegar ég sá þá spila það í David Letterman þætti. Rosaleg frammistaða.

Space Oddity – David Bowie
No words needed. Eitt besta lag allra tíma frá einum flottasta listamanni sögunnar. Blessuð sé minning hans.

Phantom pt.1 – Justice
Franska electro, house bandið Justice er miklu uppáhaldi. Bestu tónleikar sem ég hafið farið á fyrr og síðar voru með þeim á Roskilde fyrir einhverjum árum síðan. Geggjuð tónlist.

Phantom pt.2 – Justice
Maður verður að hlusta á part 2 líka. Rosalegt…

Hey Boy Hey Girl – Chemical Brothers
Gamalt og sígilt lag með electro bandinu Chemical Brothers frá Manchester í Englandi. Þetta lag gírar mann alltaf upp. Ég er dálítið fyrir þessa gömlu electronic músik.

Push The Tempo- Fatboy Slim 
Enn er ég að vinna með electro, house tónlist. Push the Tempo er flott lag. Mjög töff.

Breathe – Prodigy
Enn eitt gamalt og gott. Svona lög koma blóðinu á hreyfingu og maður fær aldrei nóg af þessu lagi. Keyrsla og læti. Kemur manni í gang.

Over – Gus Gus
Verðum að hafa eitt íslenskt á listanum. Vel við hæfi að sniillingarnir í Gus Gus eigi það. Frábært band og lagið Over af Arabian Horse plötunni er brilliant.
 

Fréttir
- Auglýsing -