"Hann var ekki að haga sér reglum samkvæmt. Starfsmenn á ritaraborði eru samstarfsmenn dómara á meðan leik stendur og hann var ekki að haga sér sem slíkur" sagði Jón Bender eftirlitsdómari en Jón þurfti að taka það hlutverk að sér í kvöld að reka einn tölfræði ritara þeirra Grindvíkinga uppí stúku í hálfleik.
Ekki heyrðist hvað fór þeirra á milli eða hvað tölfræðiritarinn sagði en aldrei hefur undirritaður upplifað það að starfsmenn á ritaraborði hafa verið reknir uppí stúku í miðjum leik. Eftir því sem við best vitum þá var tölfræðiritarinn full mikill "stuðningsmaður" og lét það vel í ljós á ritaraborðinu.