Í öðrum leik Keflavíkur og Tindastóls kom upp atvik þar sem Guðmundi Jónssyni og Anthony Gurley lenti saman. Einhverjar stimpingar voru milli leikmannanna sem lyktaði með því að Guðmundur slær til Gurley, að því er virðist, svo hann fellur til jarðar.
Vangaveltur eru á veraldarvefnum um hvort hér sé ekki tilefni fyrir aga- og úrskurðarnefnd að grípa inn í, þar sem líkindi eru með þessu atviki og því atviki þar sem Gurley var gerandi í lok deildarkeppninnar. Þá sló Gurley til Helga Más Magnússonar sem féll við í kjölfarið og hlaut Gurley eins leiks bann í kjölfarið.
Í hvorugum tilvikunum var dæmt inni á vellinum en í tilviki Gurley og Helga kærði dómaranefnd atvikið til aga- og úrskurðarnefndar sem sendi Gurley í bannið.
Karfan.is hafði samband við fulltrúa dómaranefndar en afstaða hennar er að þetta mál verði ekki kært.
Atvikið má sjá hér á YouTube síðu Tindastóls TV á 40:20.