spot_img
HomeFréttirElvar: Hef fulla trú á að komast alla leið!

Elvar: Hef fulla trú á að komast alla leið!

Elvar Már Friðriksson var fremst í broddi fylkingar þegar Barry Buccaneers sigruðu Alabama Huntsville í svæðisúrslitum 2. deildar NCAA boltans í síðustu viku. Þar skoraði hann afar mikilvægar körfur í lok leiksins en með sigrinum náðu þeir svæðismeistaratitlinum í fyrsta sinn í sögu skólans. Karfan.is náði tali af Elvari og spurði hann út í leikinn.

 

“Þessi leikur var mikil upplifun og voru miklar sveiflur þar sem við skiptumst á forystu í leiknum. Þeir voru á heimavelli og var mikil stemning þeirra megin. Þeir byrjuðu betur og voru yfir með 8 í hálfleik.”

 

Elvar sagði að liðið hafi skipt yfir í svæðisvörn í seinni hálfleik þar sem þeim hafi tekist illa með varnarleik liðsins. “Þá minnkuðum við muninn fljótlega og komumst yfir með 9 stigum þegar 9 mínútur voru eftir.” Alabama tóks að minnka muninn en leikurinn var í járnum með liðin að skiptast á að ná forystunni, allt þar til Elvar setti niður þrjár þriggja stiga körfur í röð sem kom Barry yfir. Þá var ekki aftur snúið.

 

“Þetta er í fyrsta skipti sem skólinn kemst svona langt og er þetta besti árangur í sögu skólans. Það er gaman að vera partur af því og vonandi komumst við ennþá lengra,” sagði Elvar en hann sagðist hafa vitað að hann væri að koma inn í gott prógramm hjá Barry og vonaðist til að ná svona langt í vetur.

 

Barry spilar nú við Lincoln Memorial, liðið sem náði bestum árangri í 2. deildinni þar sem Elvar og félagar voru settir í lægsta styrkleikaflokk fyrir 8 liða úrslitin eða Elite 8 eins og það er kallað vestahafs. “Það verður hörkuleikur en það getur allt gerst og hef ég fulla trú á því að komast alla leið!”

 

Leikurinn hefst seinni partinn í dag, klukkan 17:00 að íslenskum tíma og hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði á vefsíðu NCAA. Hann verður einnig í beinni útsendingu hér á vefsvæði NCAA en óvíst er hvort lokað sé fyrir strauminn utan Bandaríkjanna.

 

Lifandi tölfræði

Bein útsending

Fréttir
- Auglýsing -