Deildarmeistarabikarinn fór á loft í kvöld í Hafnarfirði þegar topplið Hauka tóku á móti botnliði Hamars í lokaumferð Dominos deild karla. Fyrirfram var búist við öruggum sigri Hauka en þær þurftu að hafa helling fyrir hlutunum gegn baráttuglöðu liði Hamars.
Munurinn á liðunum í töflunni var ekki sjáanlegur í fyrsta fjórðung en Hamar mætti verulega ákveðið og tilbúið til leiks. Hamar hafði forystu meirihlutann af fjórðungnum og munaði þar aðallega um Alexöndru Ford sem var í góðum gír með 14 stiga af 18 hjá Hamri í fyrsta fjórðung.
Á meðan var varnarleikur Hauka flatur og vantað mikið uppá baráttu. Sóknarleikurinn var tilviljanakendur en það skrifast einnig á mjög fína vörn Hamars sem þvingaði heimamennina ítrekað í erfið og glórulaus skot.
Annar fjórðungur snerist svo algjörlega í hendurnar á Haukum. Því má helst þakka þess að vörnin hertist gríðarlega og náðu heimakonur fyrir vikið í auðveldar körfur hinu megin. Það var gaman að sjá að í liði Hauka voru ellefu leikmenn með stig og fengu framlag frá öllum leikmönnum á skýrslu.
Hamar varð algjörlega undir í baráttunni í öðrum fjórðung og kom þá gæðamunur liðanna bersýnilega fram. Helsti munaði um að Pálína Gunnlaugsdóttir gjörsamlega límdi sig á Alexöndru Ford leikmann Hamars sem var einungis með sex stig í leikhlutanum.
Staðan að loknum fyrri hálfleik var 41-32 Haukum í vil og Hamar var enn í séns. Hamarskonur virtust þó missa trúnna fljótt þegar Haukar náðu forystu. Haukar gjörsamlega rústuðu frákastabaráttunni með 33 fráköst gegn 16 frá Hamar.
Heimakonur settu fyrstu sjö stig leiksins og munurinn skyndilega orðin sextán stig. Hamar reyndi hvað þær gátu en ákaflega einsleitur sóknarleikur þar sem Alexandra Ford hélt boltanum yfirleitt heillengi og boltaflæðið var ekkert.
Gestirnir tóku sig þó saman í andlitinu um miðbik og náði 21-4 áhlaupi á Hauka þar sem munaði sértaklega um sóknarframlag þeirra Salbjargar og Írisar Ásgeirsdóttur. Eins og hendi væri veifað var munurinn orðin eitt stig Haukum í vil þegar flautan gall í lok þriðja fjórðungs.
Það verður ekki tekið af Hamri að þær börðust gríðarlega og gáfu lítið eftir. Þær fengu framlag frá of fáum leimönnum sem voru orðnar þreyttar á lokamínútunum og Haukar komust hægt og rólega framúr og unnu að lokum sannfærandi sigur 87-73.
Helena Sverrisdóttir var að vanda besti leikmaður vallarins með enn eina þrefalda tvennu eða 30 stig, 20 fráköst og 15 stoðsendingar. Allir leikmenn Hauka skiluðu sigri eða tólf leikmenn, því má vel tala um sigur liðsheildar í kvöld. Auk Helenu var Dýrfinna Arnardóttir verulega öflug í kvöld með 14 stig og spilaði frábæra vörn.
Vert er þó að nefna frammistöðu Þóru Kristínar Jónsdóttur sem skilaði 13 stigum. Þessi átján ára stúlka er gríðarlegt efni og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni.
Hjá Hamri var Alexandra Ford stigahæst með 41 stig og var þeirra prímus mótor en hefði mátt losa boltann á betri augnablikum. Einnig voru þær Salbjörg Ragna og Íris Ásgeirsdóttir öflugar og drógu liðið helst áfram í vörninni.
Haukar hafa því tryggt sér deildarmeistaratitilinn með þessum sigri en þeim var spáð titlinum og flestir gerðu ráð fyrir því fyrir tímabilið. Mikið hefur þó gengið á síðustu mánuði og þurftu Haukar virkilega að hafa mikið fyrir titlinum. Haukastúlkur geta því verið stoltar af árangrinum og verður áhugavert að sjá hvort þeim tekst að bæta við íslandsmeistaratitli.
Hamar lýkur þar með leik í neðsta sæti deildarinnar með sex stig og hafa treyst mikið á unga og uppaldaleikmenn og mega fá stórt hrós fyrir. Hvað varðar þennan leik gæta þær gengið beinar í baki af velli þar se þær gáfust aldrei upp og létu Hauka virkilega hafa fyrir hlutunum.
Viðtöl að leik loknum:
Texti og viðtöl / Ólafur Þór Jónsson
Myndir / Axel Finnur Gylfason