Nýliðar Hamars hafa samið við Ebrima Jassey Demba fyrir komandi tímabil í Subway deild karla.
Ebrima er 201 cm framherji frá Spáni, en hann kemur til liðsins frá Sindra í fyrstu deildinni. Þar skilaði hann 10 stigum, 9 fráköstum og 4 stoðsendingum á síðasta tímabili.