spot_img
HomeFréttirEinar: Mobley er búinn að haga sér eins og vitleysingur í...

Einar: Mobley er búinn að haga sér eins og vitleysingur í öllum leikjunum

Karfan.is heyrði í Einari Árna Jóhannssyni eftir leik Hauka og Þórs í gærkvöldi. Hann var ósáttur með leik sinna manna á lokamínútum leiksins en hann er alls ekki glaður með að Brandon Mobley sé mögulega á leiðinni í bann.

 

"Ég er óánægður með sóknarleikinn í fyrri hálfleik. Hann var bara fyrst og síðast óskipulagður. Samt ágætis staða í hálfleik. Unnum okkur bara upp hægt og rólega í seinni hálfleik. 4 mínútur og 40 sek eftir, þremur stigum yfir þá hélt ég að við værum að leggja grunn að því að klára þetta, en þessar síðustu mínútur voru bara mjög vondar."

 

Brottrekstur Mobley virtist hafa meiri áhrif á Þór en Haukana. Hvað var það sem sló liðið svona út af laginu?

 

"Ég held að þetta bara styrki Haukana. Hef sagt það við alla sem vilja vita að Haukar án Mobley eru betra lið. Hann er búinn að haga sér eins og vitleysingur í öllum leikjunum. Átti að fara út í síðasta leik fyrir ljótt olnbogaskot framan í leikmann hjá mér. Ég held að Haukarnir hafa bara þjappað sér saman og séu bara betra lið án hans. Það gleður mig bara ekki neitt að hann sé á leið í bann.

 

Hvað munum við sjá frá Þór í næsta leik í Þorlákshöfn?

 

Við ætlum að spila betri 40 mínútur en við höfum boðið upp á í síðustu leikjum. Við sjáumst svo bara aftur hérna í fimmta leik.

Fréttir
- Auglýsing -