Nú í dag kom í ljós að Jerome Hill mun ekki fara í bann, en Tindastóll sendu inn kæru til aganefndar eftir atvik úr síðasta leik liðana þar sem Jerome Hill virðist slá til Helga Freys Margeirssonar. "Allir vita að þetta var ekki ásetningur í þessu hjá mér. Ef ég hefði mér ætlað að slá hann þá hefði hann ekki staðið upp, svo mikið er víst." sagði Hill í samtali við Karfan.is nú áðan.
"Ég skil það að þeir séu að fara á taugum eða eru hræddir. En þessi kæra hjá þeim var högg undir belti finnst mér. Þeir vita að við erum búnir að finna okkar fjöl í þessu einvígi og eru augljóslega orðnir taugóstyrkir. Ég er ekki óheiðarlegur leikmaður og það vita allir. Ég er ánægður að þessu sé lokið og að við getu farið að spila körfuknattleik." bætti svo Hill við.
Aðspurður hvort undirritaður og hann myndum hittast í TM Höllinni á fimmtudag sagði hann að svo yrði pottþétt og vísaði þar með til þess að serían færi í oddaleik.