spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaJónína, Telma og Hildur áfram með Ármanni

Jónína, Telma og Hildur áfram með Ármanni

Ármenningar halda áfram að semja við leikmenn fyrir komandi átök í 1. deild kvenna. Í dag tilkynnti liðið að þrír leikmenn hefði staðfest að þær myndu spula áfram með liði Ármanns í 1. deild kvenna á komandi leiktíð. 

Leikmennirnir sem endurnýjuðu samninginn voru þær Jónína Þórdís Karlsdóttir, Telma Lind Bjarkadóttir og Hildur Ýr Schram. 

Tilkynningu Ármanns má sjá hér að neðan:

Jónína Þórdís var framlagshæsti íslenski leikmaður 1. deildarinnar á nýliðinni leiktíð auk þess að vera valin besti leikmaður deildarinnar síðustu tvö tímabil þar á undan. 

Telma Lind hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár og var með 12 stig og 3 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.

Hildur Ýr hefur tekið gríðarlegum framförum síðustu ár og var mjög öflug með liðinu á síðustu leiktíð. Þá var hún með 9,5 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í leik.

Það eru frábærar fregnir að þessir þrír leikmenn verði áfram í okkar herbúðum. Þær hafa allar leikið algjört lykilhlutverk í liðinu síðustu ár eða frá því að liðið var endurvakið árið 2020.

Þar með hafa allir núverandi leikmenn staðfest veru sína og er ljóst að spennandi tímabil er framundan.

Fréttir
- Auglýsing -