Grindavík og Snæfell hafa komið sér í afar góða stöðu í einvígum sínum í Dominosdeild kvenna. Grindavík hafa komið líkast til mest á óvart (öllum nema sjálfum sér) og leiða einvígi sitt gegn Haukum 2:0 eftir að hafa farið illa með gesti sína í dag. 85:71 varð lokastaða í leiknum í Grindavík í dag og þurfa Grindavík aðeins einn sigur til að komast í úrslita einvígið. Sama á við um Snæfell sem í dag sigruðu Val í öðrum leik liðanna eftir framlengdan leik. 76:83 varð lokastaðan að Hlíðarenda.
Grindavík-Haukar 85-71 (15-12, 31-13, 21-25, 18-21)
Grindavík: Whitney Michelle Frazier 24/14 fráköst/5 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 15/7 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 14, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 11/8 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 8, Hrund Skúladóttir 5, Íris Sverrisdóttir 5, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Ingibjörg Jakobsdóttir 0, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0, Helga Einarsdóttir 0.
Haukar: Helena Sverrisdóttir 36/8 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 10/7 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 8/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8, María Lind Sigurðardóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3/6 fráköst, Shanna Dacanay 2, Hanna Þráinsdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Dýrfinna Arnardóttir 0. Viðureign: 2-0
Valur-Snæfell 76-83 (21-18, 23-21, 14-16, 16-19, 2-9)
Valur: Karisma Chapman 23/17 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 18/9 fráköst/6 stoðsendingar, Bergþóra Holton Tómasdóttir 13, Hallveig Jónsdóttir 10/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 8, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2, Sóllilja Bjarnadóttir 2, Helga Þórsdóttir 0, Margrét Ósk Einarsdóttir 0, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 0, Jónína Þórdís Karlssdóttir 0, Ragnheiður Benónísdóttir 0/4 fráköst.
Snæfell: Haiden Denise Palmer 41/20 fráköst/6 stoðsendingar/9 stolnir/4 varin skot, Gunnhildur Gunnarsdóttir 18/5 stoðsendingar, María Björnsdóttir 11, Bryndís Guðmundsdóttir 9/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 2/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Alda Leif Jónsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Andrea Björt Ólafsdóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0.
Viðureign: 0-2