Í fyrsta skipti í áraraðir ná Haukar 1-0 forystu í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla. Það gerðu þeir með sterkum sigri á Tindastóli þar sem margir leikmenn Hauka skiluðu góðu framlagi. Varnaleikur liðsins var þó í aðalhlutverki og var þar fremstur meðal jafningja Haukur Óskarsson. Haukur spilaði frábæran varnarleik, varði stóra bolta og gaf mönnum engan tíma. Auk þess skilaði hann stórum stigum sóknarlega og þá sérstaklega með stórum þriggja stiga körfum á mikilvægum augnablikum. Hann var það sem skildi á milli liðanna og er því réttnefndur Lykilmaður þessa fyrsta leik.