Undanúrslit Dominos deildar karla hófust í gær þegar Haukar frá Hafnarfirði höfðu góðan sigur á Tindastól frá Sauðárkróki í fyrsta leik einvígisins. Í kvöld mætast svo KR og Njarðvík í einvígi sem margir bíða eftir vegna sögulegra leikja þeirra frá síðasta tímabili. Hér að neðan förum við yfir liðin og möguleika þeirra í einvíginu.
KR – Njarðvík
Fyrir nákvæmlega ári síðan mættust KR og Njarðvík í einhverju eftirminnilegasta einvígi síðari ára þegar KR hafði sigurinn í tvíframlengdum oddaleik í DHL-höllinni þar sem taugarnar voru þandar.
Liðin eru að mörgu leiti á svipuðum stað núna og þá. KR hefur verið jafn sterkasta lið deildarinnar og fara inní einvígið sem líklegri sigurvegari. Njarðvík hinsvegar endar tímabilið frekar neðarlega í töflunni en er á mikilli uppleið og ná að toppa í úrslitakeppninni.
Þrisvar hafa liðin mæst á tímabilinu, tvisvar í deild þar sem KR hafði tvö heldur örugga sigra. Auk þess sem KR sló Njarðvík úr leik í átta liða úrslitum bikarkeppninnar sem þeir unnu síðan. Njarðvík hefur því harma að hefna og mun stemmninginn frá síðasta ári klárlega spila inní.
Þetta einvígi er fullkomlega óútreiknanlegt, það gæti allt gerst. KR gæti sópað Njarðvík út, Einvígið gæti orðið eins og í fyrra eða Njarðvík sópað KR. Það er ekki oft sem maður sér allar mögulegar útkomur í einvígi en svo er staðan í þetta skiptið.
Bræðraslagur þeirra Odds og Björns Kristjánssona verður verulega áhugaverður en þeir hafa mæst ansi oft á síðustu árum og er Oddur farin að þrá montréttinn. Þeir bræður hafa mætt hvor öðrum níu sinnum í meistaraflokki og hefur Björn verið í sigurliðinu í öllum níu leikjunum. Áhugaverð tölfræði en Oddur vill sjálfsagt bæta úr þessu en Björn bæta í sigrana.
Bæði lið eru verulega vel mönnuð, með valda menn í öllum stöðum og er vopnabúr þeirra mjög mikið. Það sem meira er þá eru líklega mætast líklega einir besti þjálfarar deildarinnar í þessu einvígi. Finnur Freyr er búin að þjálfa meistaraflokk karla hjá KR í að verða þrjú ár og hefur skilað tvem íslandsmeistaratitlum og einum bikarmeistaratitli. Árangur sem er fáheyrður hjá jafn ungum þjálfara og hefur fyrir vikið stimplað sig strax inn sem einn af betri þjálfurum deildarinnar.
Njarðvíkurmegin eru það svo Friðrik Ingi Rúnarsson og Teitur Örlygsson sem sigla skútunni. Þar eru menn sem kunna leikinn uppá 10 og vita hvað þarf til að vinna einvígi eins og þetta. Þeir voru nokkrum andartökum og einu skoti frá Stefan Bonneau frá sigrinum í fyrra og vilja sjálfsagt snúa því við þetta árið.
Liðin innihalda marga landsliðsmenn sem munu berjast til síðasta blóðdropa. Við megum alveg búast við sömu stemmningu, hörku og stuði og í fyrra. Að minnsta kosti getum við látið okkur dreyma og vonað það besta.
Leikdagar:
Leikur 1 Mánudagur – 4. apríl kl. 19:15 – KR-Njarðvík
Leikur 2 Fimmtudagur – 7. apríl kl. 19:15 – Njarðvík – KR
Leikur 3 Sunnudagur – 10. apríl kl. 19:15 – KR-Njarðvík
Leikur 4 Miðvikudagur – 13. apríl kl. 19:15 – Njarðvík – KR (ef þarf)
Leikur 5 Föstudagur – 15. apríl kl. 19:15 – KR-Njarðvík (ef þarf)
KR
Tölfræði líklegs byrjunarliðs:
Pavel Ermolinskij – 9,2 stig, 8,9 fráköst, 6,7 stoðsendingar, 18,1 framlagsstig
Brynjar Þór Björnsson – 11,7 stig, 2,6 fráköst, 2,7 stoðsendingar, 9,8 framlagsstig.
Helgi Már Magnússon – 11 stig. 3,9 fráköst, 2,3 stoðsendingar, 11,7 framlagsstig
Michael Craion – 23 stig, 11,5 fráköst, 2,5 stoðsendingar, 30,1 framlagsstig
Darri Hilmarsson – 10,7 stig, 4,4 fráköst, 2 stoðsendingar, 11,8 framlagsstig
Hvað þarf KR að gera til að vinna Njarðvík?
Helsti styrkleiki KR fram yfir Njarðvík eru yfirburðir inní teig. Craion verður ofboðslega mikilvægur auk þess sem Snorri Hrafnkelsson gæti reynst þeim vel. Njarðvík hefur engan hreinan miðherja í sínu liði þó margir geti vel spilað þar og átt í fullu tréi við Craion, þá verður erfitt að berjast við stærri og sterkari mann í fimm leikja seríu.
Varnarleikur KR hefur eflst mikið eftir því sem leið á veturinn og verið verulega sterkur frá bikarúrslitaleiknum. Það verður mikilvægt fyrir þá að finna leiðir til að stoppa Njarðvík og ýta þeim útúr sínum leik. Þeir mega líka ekki einbeita sér of mikið af því að stöðva Hauk Helga því það opnar fyrir leikmenn eins og Loga eða Odd svo eitthvað sé nefnt.
Mikilvægasti leikmaður:
Af ofantöldum ástæðum verður að telja Michael Craion sem mikilvægasta leikmann einvígisins. Einn besti leikmaður deildarinnar síðustu ár sem hefur verið óviðráðanlegur undir körfu andstæðinga KR. Njarðvík gæti lent í mikilum vandræðum með hann og er það þeirra helsta verkefni. Mun að öllum líkindum skila tvöfaldri tvennu í öllum leikjum einvígisins sem mun telja mikið.
X-Factor:
Brynjar Þór Björnsson, hann er fyrirliðinn og prímusmótor félagsins. Myndi gera allt til að vinna og meira að segja koma nakinn fram. Það er alveg sama hversu mörgum skotum Brynjar hefur klúðrað í leiknum, hann tekur lokaskotið og líkurnar á að hann hitti eru yfirgnæfandi. Hann getur drifið liðið áfram þegar illa gengur og haldið einbeitingu þegar vel gengur sem gæti gert gæfumuninn í einvígi eins og þessu.
Njarðvík
Tölfræði líklegs byrjunarliðs:
Oddur Rúnar Kristjánsson – 10,1 stig, 3,5 fráköst, 3,3 stoðsendingar og 9,6 framlagsstig
Haukur Helgi Pálsson – 18,4 stig, 7,3 fráköst, 4,1 stoðsending og 21,6 framlagsstig
Jeremy Atkinson – 21,7 stig, 9 fráköst, 3,9 stoðsendingar og 28 framlagsstig
Maciej Baginski – 13.7 stig, 3,9 fráköst, 2,1 stoðsending og 12,6 framlagsstig
Logi Gunnarsson – 14.4 stig, 3,7 fráköst, 3,4 stoðsendingar og 12,4 framlagsstig
Hvað þarf Njarðvík að gera til að vinna KR?
Títtnefndur Mike Craion verður þeirra hausverkur. Algjör forsenda fyrir því að þeir eigi séns í einvíginu er að þeir finni leiðir til að stoppa Craion. Í fyrra höfðu þeir Mirko Virjisevic og Snorra Hrafnkellson (sem nú er með þeim svarthvítu) undir körfunni en væntanlega mun Atkinson fá það hlutverk í ár. Einnig gætu þeir prufað að setja Hauk Helga á hann en hann er líklega einn besti varnarmaður deildarinnar.
Fyrir tímabilið skrifaði undirritaður að Njarðvík vantaði góðar þriggja stiga skyttur. Einhverja sokka þar að éta þar því auk þess að bæta við sig Odd Rúnari á miðju tímabili eru þeir Maciej, Ólafur Helgi og Logi frábærir skotmenn sem þurfa að vera heitir fyrir Njarðvík. Ljónagryfjan verður mikilvæg í einvíginu, það er erfitt að vinna þar fyrir útilið en Stjarnan vann báða leikina þar í átta liða úrslitum. Það er ekki séns að Njarðvík vinnu þrjá leiki í DHL-höllinni í þessu einvígi og er því ekki í boði fyrir liðið að tapa leik á sínum sterka heimavelli.
Mikilvægasti leikmaður:
Haukur Helgi Pálsson er einn besti leikmaður deildarinnar og er því fyrir vikið sá mikilvægasti fyrir Njarðvík. Algjör alhliðaleikmaður sem þarf að spila að fullri getu í þessu einvígi. Getur varist mun stærri mönnum vel og verið sá leikmaður sem skilar mestu framlagi sóknarlega. Mikið mun mæða á honum í þessu einvígi og verður áhugavert að sjá hvernig hann stenst það.
X-factor:
Ólafur Helgi Jónsson fær þann titil hjá græna liðinu frá suðurnesjum. Algjör stemmningsleikmaður sem getur sett stóru skotin ískaldur. Hefur einnig vaxið gríðarlega sem varnarmaður og var að því leiti algjör lykilmaður í einvíginu gegn Stjörnunni. Njarðvíkurhjartað er auk þess gríðarstórt sem er eiginleiki sem vegur þungt á stórum augnablikum.