spot_img
HomeFréttirÚrslit: KR sigrar Njarðvík í tvíframlengdum leik

Úrslit: KR sigrar Njarðvík í tvíframlengdum leik

KR tóku forystu í einvígi sínu gegn Njarðvík í kvöld í vægast sagt skrítnum leik en þó skemmtilegum.  Eftir venjulegan leiktíma höfðu bæði lið skorað 53 stig og því þurfti að grípa til framlengingar. Eftir þá framlengingu höfðu bæði lið skorað 62 stig og því að nýju framlengt.  Njarðvíkingar fóru ansi illa með boltann í leiknum og töpuðu 22 boltum í leiknum eftir að hafa leikið feikna vel í fyrri hálfleik. 69:67 varð lokaniðurstaðan eftir tvær framlengingar, ótrúlegt stigaskor eftir 50 mínútur að körfubolta. 

 

Kári Viðarsson kemur til með að færa ykkur almennilegar fréttir af þessum svakalega leik á eftir. 

Þá fóru fram tveir leikir í 1. deild karla þar sem Skallagrímur minnkaði muninn í 2-1 gegn Val og Fjölnir tók 2-1 forystu gegn ÍA. Skallagrímur vann 76-78 útisigur á Val og Fjölnismenn lögðu ÍA 108-72 í Dalhúsum.

KR-Njarðvík 69-67 (18-15, 14-24, 12-6, 9-8, 9-9, 7-5)
KR:
Michael Craion 27/16 fráköst/3 varin skot, Helgi Már Magnússon 13/7 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 7, Brynjar Þór Björnsson 7/8 fráköst, Pavel Ermolinskij 5/9 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Björn Kristjánsson 5/4 fráköst, Darri Hilmarsson 5/8 fráköst, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Arnór Hermannsson 0, Jón Hrafn Baldvinsson 0.
Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 26/15 fráköst/4 varin skot, Jeremy Martez Atkinson 20/24 fráköst/6 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 7, Logi Gunnarsson 6, Oddur Rúnar Kristjánsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 2, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Ólafur Helgi Jónsson 0. 
Viðureign: 1-0

Valur-Skallagrímur 76-78 (14-16, 20-20, 25-18, 17-24)
Valur:
Benedikt Blöndal 24, Jamie Jamil Stewart Jr. 15/10 fráköst/6 stoðsendingar, Illugi Steingrímsson 11/5 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 10/5 fráköst, Leifur Steinn Arnason 9/6 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 5/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Rúnar Sigurðsson 2, Magnús Konráð Sigurðsson 0, Friðrik Þjálfi Stefánsson 0, Sólón Svan Hjördisarson 0, Elías Orri Gíslason 0, Högni Fjalarsson 0.
Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 28/5 fráköst, Jean Rony Cadet 23/15 fráköst, Davíð Ásgeirsson 12/4 fráköst, Davíð Guðmundsson 5, Hafþór Ingi Gunnarsson 4, Hamid Dicko 2/4 fráköst, Kristófer Gíslason 2/4 fráköst, Kristján Örn Ómarsson 2, Þorsteinn Þórarinsson 0, Atli Aðalsteinsson 0, Hjalti Ásberg Þorleifsson 0, Bjarni Guðmann Jónson 0. Viðureign: 2-1

Fjölnir-ÍA 108-72 (23-20, 26-20, 27-16, 32-16)  
Fjölnir:
Bergþór Ægir Ríkharðsson 20, Egill Egilsson 18/4 fráköst, Collin Anthony Pryor 15/16 fráköst, Róbert Sigurðsson 12/4 fráköst/6 stoðsendingar, Valur Sigurðsson 10, Garðar Sveinbjörnsson 7, Þorgeir Freyr Gíslason 6, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 5, Árni Elmar Hrafnsson 5, Sindri Már Kárason 4/4 fráköst, Alexander Þór Hafþórsson 3, Smári Hrafnsson 3. ÍA: Jón Orri Kristjánsson 20/13 fráköst, Fannar Freyr Helgason 11, Áskell Jónsson 10, Sean Wesley Tate 9, Erlendur Þór Ottesen 8/6 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 6, Ómar Örn Helgason 4, Þorleifur Baldvinsson 2, Steinar Aronsson 2/5 fráköst, Þorsteinn Helgason 0, Birkir Guðjónsson 0, Ásbjörn Baldvinsson 0.
 

Fréttir
- Auglýsing -