Snæfell tók sig til og bókaði farseðilinn í úrslita rimmuna um Íslandsmeistaratitilinn þegar þær sigruðu lið Vals í þriðja skiptið í jafn mörgum leikjum. 78:71 varð lokaniðurstaðan og Snæfell þurftu svo sannarlega að hafa fyrir þessu í kvöld þar sem að það þurfti tvær framlengingar til að knýja úrslit.
Haukastúlkur sýndu loksins lífsmark í sinni seríu gegn Grindavík svo um munaði og pökkuðu gestum sínum saman í kvöld. Leikurinn á Ásvöllum endaði 72:45 Haukum í vil og eins og sjá má var það varnarleikur Hauka sem skóp þennan sigur í kvöld. Næsti leikur liðana er á föstudag 8. apríl í Mustad höllinni í Grindavík.
Í Borgarnesi sigruðu svo Skallagrímur lið KR í fyrsta leiknum um sæti í úrvalsdeild kvenna að ári. 79:69 varð lokastaða kvöldsins í leiknum en á föstudag mætast liðin aftur í DHL höllinni og geta þá Skallagrímur tryggt sæti sitt að ári.
Meira um leikina í kvöld.