Hrafn Kristjánsson hefur framlengt samningi sínum í Garðabænum sem þjálfari meistaraflokks karla í körfubolta. Hrafn skrifaði í dag undir tvegga ára samning við félagið. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Stjörnunnar.
Í fréttinni segir einnig:
Hrafn tók við liðinu árið 2014 og gerði liðið að bikarmeisturum á sínu fyrsta ári og í ár varð liðið Lengjubikarmeistarar og náði sinum besta árangri í deildinni frá upphafi.
Kkd Stjörnunnar væntir mikils af áframhaldandi samstarfi við Hrafn og nú verður stefnan sett á að klára það verkefni sem mistekist hefur að klára síðustu tvö árin!