spot_img
HomeFréttirViðar: KR Mun ekki hitta jafn illa og síðast

Viðar: KR Mun ekki hitta jafn illa og síðast

Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar hallast að sigri KR í annarri undanúrslitaviðureign Njarðvíkur og KR í Ljónagryfjunni í kvöld. Hann gerir ráð fyrir að skotin fari að detta hjá KR og segir Njarðvíkinga þurfa fara dýpra á bekkinn.

Ég held að leikurinn í kvöld verði skemmtilegri á að horfa en sá fyrsti, kannski fyrir utan spennuna. Það verður meira skorað amk í þá körfu sem KR-ingar eiga að skora á. Ég tel að KR-liðið hafi verið stirt fyrir síðasta leik því þeir fóru í gegnum skítlétta seríu við Grindavík og þurftu svo að bíða lengi eftir næsta leik á meðan Njarðvík fór í gegnum erfiða rimmu við Stjörnuna. 

Eftir tvíframlengdan leik síðast þá tel ég að KR hafi mun meiri orku á tanknum og vinni leikinn í Njarðvík nokkuð sannfærandi þó svo að Njarðvíkingar eigi eftir að hanga í þeim mest allan tímann, Nostradamus austur segir KR með 13 stigum.

KR liðið mun ekki hitta jafn illa og í síðasta leik.Njarðvíkingar verða að fara dýpra á bekkinn ef þeir ætla sér eitthvað í þessu, þeir eru með fjársjóð ungra manna þar sem þeir Frikki og Teitur sitja á eins og Ingi Þór á hálfslíters kókbauk.

Ég vonast bara til þess að sjá góðan körfuboltaleik í kvöld og þegar ég sest fyrir framan imbann vona ég að ég fái að sjá flottan og spennandi leik þar sem að ungu strákarnir fá hlutverk í sínum liðum og þjálfararnir fari dýpra en í 6.-7. mann þannig það haldist hátt tempó út leikinn.

Staðan í einvíginu: KR 1-0 Njarðvík

Fréttir
- Auglýsing -