Nú rétt í þessu birti Vísir.is frétt þess efnis að Anthony Isaiah Gurley væri á förum frá Tindastól. Gurley sem hefur verið með mínus framlag fyrstu tvo leikina gegn Haukum þykir ekki hafa staðið undir væntingum skv. frétt Vísis.
Vísir.is innti Stefán Jónsson formann KKD Tindastóls eftir þessum tíðindum en hann vildi ekki staðfesta neitt heldur sagði að félagið myndi senda eitthvað frá sér á morgun.