spot_img
HomeFréttirFeykir.is: Gurley hættir hjá Tindastóli - staðfest

Feykir.is: Gurley hættir hjá Tindastóli – staðfest

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Anthony Gurley hafa komist að samkomulagi um að Anthony hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. „Eftir langt og gott spjall formanns körfuknattleiksdeildar og Anthony töldu báðir aðilar að það væri félaginu fyrir bestu að Anthony myndi hætta að leika fyrir félagið,“ segir í fréttatilkynningu. Feykir.is birti frétt þessa efnis nú áðan.

Jafnframt segir í tilkynningunni að Anthony sé drengur góður og taldi að þetta væri félaginu og liðinu fyrir bestu. „Vill stjórnin koma fram sýnu besta þakklæti til Anthony og um leið óska honum alls hið besta um komandi framtíð,“ segir loks í fréttatilkynningu frá Stefáni Jónssyni, formanni félagsins.  

Mynd/ Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -