spot_img
HomeFréttir"Sendi einhvern annan í hjálpina næst"

“Sendi einhvern annan í hjálpina næst”

Eins og við greindum frá í gærkvöldi og sýndum þá virtust lokin á leik Njarðvíkinga og KR vera ansi kunnuleg ef rifjað er upp sami leikur frá því í fyrra.  Í gærkvöldi var það Haukur Helgi Pálsson sem setti niður úrslitastigið en í fyrra sá Stefan Bonneau um að klára prógrammið.   Annað við þessi atvik sem við rifjuðum upp er miður skemmtileg reynsla Brynjars Björnssonar sem í báðum tilvikum fær þessi stig á sig nánast hangadi í buxnastrengnum á báðum leikmönnum.  "Já ég rifjaði þetta upp eftir leik inní klefanum." sagði Brynjar í samtali við Karfan.is

 

"Í fyrra var Stefan algjörlega á minni ábyrgð og þar gerði ég þau mistök að líta af honum um stundarsakir og var refsað fyrir. Í gær ákvað ég að koma og hjálpa Darra, kannski hefði ég átt að koma fyrr, en skotið hjá Hauki, jafnvægið og hraðinn, var stórkostlegt.  Ég sendi einhvern annan í hjálpina á næsta ári." sagði Brynjar kíminn í viðtali. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -