Benóný Harðarson er einn þeirra sem síðastliðin ár hefur glímt við körfuboltalega tilvistarkreppu en hann er gallhaður stuðningsmaður Grindavíkur og nú í seinni tíð líka stuðningsmaður KR. Jafnan engist hann um þegar þessi tvö félög mætast en við það er ekki búið að sinni og hefur Benóný fulla trú á uppeldisfélaginu Grindavík. Við fengum Bensó eins og hann er oftast kallaður til þess að líta aðeins á fjórða leik Grindavíkur og Hauka sem fram fer í Domino´s-deild kvenna í kvöld.
Fyrir Grindavík snýst þetta um að stoppa allar nema Helenu, það er hvort sem er ekkert hægt að stoppa hana, en ef hún fær ekki þá hjálp sem hún þarf þá vinnur Grindavík.
Ef Haukastúlkur spila eins og síðast þá verður þetta leikur kattarins af músinni, ég trúi því samt ekki að Grindavíkurstelpur spili tvo þannig leiki í röð.
Röstin verður væntanlega full, ég trúi ekki öðru, það mun hjálpi heimakonum.
Grindavík hefur einu sinni hampað íslandsmeistaratitli í mfl kvenna, það var 1997 eftir að þær lentu í fjórða sæti í deildakeppninni, ég spái að þær geri það sama í ár.
Úrslit í kvöld, 59-52 fyrir Grindavík