RÚV hafa nú tekið sig til og splæsa í þætti um íþróttaafrek Íslendinga og í næsta þætti er okkar maður Pétur Guðmundsson. Það eru slétt 30 ár síðan Pétur samdi við Lakers um að verða varaskeifa fyrir hvorki minni mann en Kareem Abdul Jabbar sem þá var stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi (og er enn) Stiklu úr þættinum má nálgast hér. Pétur er jafnframt fyrsti körfuboltamaðurinn frá Evrópu til að ganga í raðir NBA liðs en árið 1981 var hann valinn í þriðju umfeðr nýliðavalsins og samdi við Portland Trail Blazers. Hann lék síðar með Lakers og San Antonio Spurs.