spot_img
HomeFréttirFjölnir í fænalið

Fjölnir í fænalið

Fjölnir úr Grafarvogi tryggði sér í kvöld sæti í úrslitarimmu 1. deildar um laust sæti í Dominos deildinni næsta tímabil.  Liðið vann seriuna gegn ÍA 3-1 en serían vara jöfn og skemmtileg að einum leik undanskildum og óhætt að segja að 1. deildin er bara alvöru deild.

 

Leikurinn í kvöld var gríðarlega hressandi.  ÍA byrjaði betur en Fjölnismenn náðu að jafna og komast svo yfir og það í nokkuð þægilega forystu.  Lið skagamanna er eldri en tveir vetur og þeir nýttu sér reynsluna og söxuðu forskotið niður í bara akkurat ekki neitt og staðan í hálfleik því jöfn 38-38.

 

Fjölnir byrjaði seinnihálfleikinn aðeins betur en ÍA var aldrei langt undan og um miðbik þriðja leikhluta komust skaga menn yfir 46-45 en liðið hafði ekki verið yfir síðan í stöðunni 8-7.

 

Leikmenn Fjölnis voru ekkert að fíla það að vera undir, hentu í þrist, bættu við tvist og settu svo bara annan þrist og snéru leiknum aftur á sitt band.  Þessi viðsnúningur til baka hjá Fjölni fór í taugarnar á heimamönnum sem gerðu atlögu að gestunum og sýndu að þeir væru engan vegin tilbúnir í að fara í sumarfrí þrátt fyrir hækkandi sól og að stutt sé í sumardaginn fyrsta – samkvæmt almannakinu.  Þegar hálf mínúta var eftir setti skaginn þrist þannig að þetta var orðin einnar körfu leikur.  Kappið sendi svo Fjölnismenn á vítalínuna og þrátt fyrir nokkra tuga desibila háfaða í húsinu fóru bæði vítin niður, staðan orðin 72-77 og ljóst að leiknum yrði ekki reddað úr þessu fyrir heimamenn og að gestirnir væru komnir áfram.

 

Sean Tate var frábær í liði heimamanna í kvöld, setti 28 stig og tók 6 fráköst en maður leiksins var Fjölnismaðurinn Róbert Sigurðsson með 7 fráköst, 6 stoðsendingar og 21 stig, þar af tvö af vítalínunni undir lokin sem tryggði sigurinn.

 

Nánari tölfræði úr leiknum má finna hér:

 

Það ber að hrósa báðum liðum fyrir mætinguna í kvöld og stemmninguna sem var eftir því.  Aftur mættu um 400 manns á leik þessara liða á Akransi og geta bæði lið verðið stolt af sínum stuðningsmönnum sem settu svip sinn heldur betur á leikinn.

Texti HGH
Mynd: Jónas H. Ottósson

Fréttir
- Auglýsing -