Kkd. ÍR gekk frá samkomulagi við fjóra leikmenn í gær en þar af var einn nýr leikmaður og þrír sem framlengdu samninga sína við félagið.
Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson og Trausti Eiríksson framlengdu samninga sína við ÍR-inga en Stefán Karel Torfason, fyrrum leikmaður Snæfells samdi einnig við félagið til tveggja ára.
Afar mikilvægt skref hjá Breiðholtsliðinu að tryggja sér áframhaldandi þátttöku þessara leikmanna, sér í lagi þar sem Kristján Pétur Andrésson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og tekið við formennsku deildarinnar.