spot_img
HomeFréttirHjálmar verður ekki með Haukum í kvöld

Hjálmar verður ekki með Haukum í kvöld

Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukum í kvöld þegar liðið mætir Tindastól í Síkinu í fjórðu undanúrslitaviðureign liðanna í Domino´s-deild karla. Haukar leiða einvígið 2-1 og verða án Hjálmars sem hefur farið mikinn og þá sérstaklega í varnarleik Hauka.

Hjálmar fékk dæmda á sig stórfurðulega villu þegar hann nefbrotnaði í síðasta leik eftir högg frá Darrel Lewis. Hjálmar æfði í gær og fékk smá hausverk á æfingu að sögn Ívars Ásgrímssonar þjálfara liðsins. „Við tökum enga áhættu með hann og hvílum Hjálmar í kvöld, aðrir eru hressir og kátir,“ sagði Ívar við Karfan.is í morgunsárið. 

Fréttir
- Auglýsing -