Dynjandi stemmning var í Ljónagryfjunni í gær þegar Njarðvík og KR áttust við í sínum fjórða undanúrslitaleik í Domino´s-deild karla. Njarðvíkingar höfðu það af að tryggja sér oddaleik í seríunni en KR-ingar þéttu raðirnar vel og sýndu dýpt sína þegar Pavel Ermolinski meiddist í upphitun og spilaði ekkert í leiknum. Þungt högg fyrir KR-inga sem brugðust mjög vel við fjarverunni og áttu sterkar rispur en það voru heimamenn í Njarðvík sem létu ekki bjóða sér neitt annað en oddaleik. Sjá lokasprett leiksins í gær í myndbandi hér að neðan: